JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2024 15:03 Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Hælisleitendur Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar