Rætt verður við Svandísi í hádegisfréttum og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins bregst við.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa fylgt eftir ábendingum um aðkomu skipulagðrar glæpastarfsemi að andláti tíu ára stúlku, sem fannst við Krýsuvíkurveg 15. september síðastliðinn.
Eitt ár er liðið frá hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Hátt í fimmtíu þúsund hafa fallið í árasum Ísrael á Gasa síðan þá og tæplega 100 þúsund særst. Íslenskir stúdentar gengu út úr kennslustundum á tólfta tímanum til að mótmæla aðgerðaleysi í málum Palestínu. Fórnarlamba átakanna er minnst um allan heim í dag.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.