Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 10:30 Bifreiðin var illa farin en lítil aflögun varð í farþegarýminu. RNSA Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins. Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins.
Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira