Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 7. október 2024 13:32 Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein. Brjóstakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að skima fyrir og þannig má greina sjúkdóminn áður en einkenni gera vart við sig. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á að reglubundin skimun fyrir brjóstakrabbameini lækkar dánartíðni af völdum hans um 30-40% En eins og flestir vita þá stendur konum einnig til boða skimun fyrir leghálskrabbameini. Þar er ávinningurinn af reglubundinni skimun enn meiri. Reglubundin skimun fækkar tilfellum um allt að 90% og því til mikils að vinna að mæta í skimun. Boðið hefur verið upp á skimun fyrir bæði brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini í áratugi en nú hefur sú neikvæða þróun orðið að þátttaka í skimunum hefur dregist saman. Það er gríðarmikið hagsmunamál fyrir konur að koma í skimun þegar boð berst frá okkur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Við tökum sérstaklega eftir því að konur með erlent ríkisfang koma síður í skimun. Ef skoðuð er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini þá var þátttaka kvenna með erlent ríkisfang aðeins 27% árið 2023 á meðan þátttaka kvenna með íslenskt ríkisfang slagaði hátt í 72%. Okkar viðmið er að ekki færri en 75% mæti í skimanir. Það er því ljóst að við þurfum að gera mun betur til þess auka þátttöku kvenna með erlent ríkisfang í krabbameinsskimunum. Hvers vegna koma erlendar konur síður í skimun? Auðvitað liggur beint við að spyrja konur með erlent ríkisfang hvers vegna þær koma ekki í skimun. Í sumum tilvikum er skýringin tungumálaörðugleikar, stundum er það vanþekking á kerfinu og skortur á upplýsingum. Sumar nefna kostnað við skimanir og áberandi fjöldi nefnir að þær treysti sér ekki til að óska eftir leyfi frá vinnuveitendum til að fara í skimun. Allar konur eiga rétt á að skreppa í skimun á vinnutíma, en margar konur með erlent ríkisfang virðast óttast neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnustað ef þær nýta sér þann rétt. Til þess að koma til móts við þennan hóp kvenna hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða upp á síðdegisopnun í leghálssýnatökur í tilraunaskyni. Opið verður á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 á tímabilinu 17. október til 21. nóvember á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Heilsugæslan Árbæ Heilsugæslan Efra-Breiðholti Heilsugæslan Miðbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi Heilsugæslan Sólvangi Hjá heilsugæslunni sjá ljósmæður um sýnatökur og kostnaður er aðeins 500 krónur. Aukið aðgengi og minni hindranir Í mars síðastliðnum fóru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að bjóða konum að mæta í opið hús í leghálssýnatökur án þess að hafa bókað sér tíma. Hlutfallslega fleiri erlendar konur nýta sér þennan möguleika en íslenskar. Þetta er því ein leið til að auka aðgengi og draga úr hindrunum sem geta falist í því að bóka sér tíma ef tungumálaerfiðleikar eru fyrir hendi. Þessu fyrirkomulagi verður haldið áfram en konur geta eftir sem áður bókað sér tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að konur fá boð um að koma í sýnatöku fyrir leghálskrabbameini. Þegar boðið berst er tilvalið að bóka tíma á hentugri heilsugæslustöð, eða mæta í opið hús þegar hentar. Sama gildir um skimun fyrir brjóstakrabbameini. Boð berst frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og þá er konum boðið upp á að panta tíma í skimun hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans. Reynum að ná til sem flestra kvenna Við hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sendum boðsbréf í skimanir á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þá hörfum við látið vinna veggspjöld á þessum þremur tungumálum til að benda á mikilvægi skimana sem ætlunin er að dreifa á vinnustaði og víðar. Þá er unnið að gerð fræðsluefnis sem verður meðal annars ætlað erlendum konum. Það er ljóst að við þurfum að gera betur til þess að auka þátttöku erlendra kvenna í krabbameinsskimunum. Krabbameinsskimanir skipta gríðarmiklu fyrir einstaklingana, en þær leiða einnig af sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Heilsugæslan kappkostar að koma til móts við konur eins og sjá má á þeim aðgerðum sem taldar hafa verið upp en samfélagið í heild þarf að taka höndum saman og hvetja konur til þátttöku. Í ljósi þess að erlendar konur veigra sér við því að óska eftir leyfi hjá vinnuveitendum til þess að mæta í krabbameinsskimanir þá vil ég beina því til stjórnenda fyrirtækja að hvetja sitt starfsfólk, hvort sem það eru íslenskar eða erlendar konur, til þátttöku í krabbameinsskimunum. Það sendir út jákvæð skilaboð til þeirra um að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd. Þá hvetjum við fólk til að ræða skimanir við samstarfsfólkið á sínum vinnustöðum og minna á þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun