Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 09:01 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Aðsend Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“ Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“
Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54