Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 09:01 Davíð Ingvarsson fór á kostum fyrir Breiðablik í leiknum við Val í gær. vísir/Diego Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Besta deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.
Besta deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira