Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 06:56 Þórdís Kolbrún, Bergþór og Guðlaugur Þór. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35. Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina. Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina.
Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira