Íslenski boltinn

Fyrir­liði Íslandsmeistaranna hætt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásta Eir Árnadóttir lauk ferlinum á að lyfta Íslandsmeistaraskildinum.
Ásta Eir Árnadóttir lauk ferlinum á að lyfta Íslandsmeistaraskildinum. vísir/diego

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Ásta lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í gær. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn en jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar í nítjánda sinn.

Ásta greindi frá þeirri ákvörðun sinni að hætta í fótbolta í myndbandi sem Blikar sendu frá sér.

„Ég er búin að ákveða að hætta í fótbolta. Þetta er síðasta tímabilið mitt. Ég er bara 31. Ég lofaði sjálfri mér fyrir nokkrum árum að ef þessi tilfinning fer að koma eða ég er farin að hugsa út í þetta ætla ég bara að hlusta á hjartað mitt og fylgja því og það er það sem ég er að gera,“ sagði Ásta.

„Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun. Ég held ég hafi tekið þessa ákvörðun í byrjun tímabilsins og leyft þessu svolítið að malla. Ég fór inn í tímabilið og vildi njóta og gefa allt í þetta.“

Ásta lék með Breiðabliki allan ferilinn og var gerð að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið 2021. Ásta lék alls 176 leiki í efstu deild og skoraði sjö mörk. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og þrisvar sinnum bikarmeistari.

Ásta lék tólf A-landsleiki á ferlinum auk 25 leikja fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir

„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“

„Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL.

Hrafn­hildur Ása efni­legust og Telma hlaut gull­hanskann

Eftir úrslitaleik Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda í dag voru einstaklingsverðlaun Bestu deildar kvenna afhent. Tveir leikmenn Blika hlutu verðlaun og höfðu því tvöfalda ástæðu til að fagna í leikslok.

„Þessi er klárlega mjög sérstakur“

„Ég er ekkert eðlileg ánægð. Búinn að vera langþráður þessi titill, ég er bara í geðshræringu, þetta er geðveikt,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Íslandsmeistari.

Á­horf­enda­met slegið í úr­slita­leiknum

Slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna er að hefjast á N1-vellinum að Hlíðarenda. Staðfest er að áhorfendamet í efstu deild kvenna verður slegið á leiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×