Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 14:23 Ragnheiður segir að hópurinn hafi verið að fara yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“ Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira