Nóg af heitu vatni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 13:07 Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar, sem er að sjálfsögðu kampakátur með allt heita vatnið, sem hefur fundist á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi. Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Það hefur verið vandræða ástand með heita vatnið á Selfossi síðustu ár og oft hefur þurft að loka Sundhöll Selfoss vegna skorts á heitu vatn yfir vetrartímann og íbúar hafa verið beðnir að fara mjög sparlega með heita vatnið. En nú er allt annað upp á teningnum, heitt vatn hefur verið að finnast á Selfossi eftir boranir á nokkrum stöðum, sem Selfossveitur hafa staðið fyrir. Nýlega var nýjast vinnsluholan vígð formlega, ásamt dæluhúsi en holan kallast SE – 40. „Sem er 30 sekúndulítra hitaveituhola, sem er að gefa um 85 gráðu heitt vatn,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður Eigna og veitunefndar Árborgar og bætir við. „Það er mjög vel gert og þetta er að auka afköstin um svona 10% hjá Selfossveitum. Þetta var fyrsta holan, sem við fundum heitt vatn hér innanbæjar á Selfossi en við höfum fundið tvær aðrar núna á seinasta ári,“ segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir, ásamt Guðlaugi Þór, ráðherra, Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg og Álfheiði Eymarsdsdóttir, varaformanni Eigna- og veitunefndar þegar nýjasta vígsluholan og dæluhúsið var vígt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju breytir þetta? „Við getum haldið áfram að byggja en við getum ekki hætt að leita að vatni, við verðum að halda áfram að leita af vatni til að halda uppbyggingunni áfram.“ Sveinn Ægir segir mjög dýrt fyrir Selfossveitur að bora eftir heitu vatni en þegar það gengur svona vel að finna vatn þá séu allir glaðir. „Nú erum við náttúrulega góð næstu árin en við þurfum að halda áfram að finna heitt vatn af því að það má ekki hætta orkuöflun, aldrei, við munum halda áfram að reyna að finna heitt vatn til að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og íbúðabyggðir,“ segir Sveinn Ægir. Nýja dæluhúsið fellur vel inn í landslagið og er snyrtilegt og vel frágengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira