Innlent

Stjónmálafræðingur segir kosningar nær en marga gruni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00. vísir

Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram.

Loftárásir Ísraelsmanna héldu áfram á Beirút, höfuðborg Líbanon í nótt og í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.

Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

Þá heyrum við í seðlabankastjóra um vaxtaákvarðanir og fjöllum um ný tíðindi af heitu vatni á Selfossi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×