Íslenski boltinn

Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason glaðbeittur eftir leikinn gegn Fram.
Andri Rúnar Bjarnason glaðbeittur eftir leikinn gegn Fram. vísir/viktor freyr

Vestri steig stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í Bestu deild karla með 2-4 sigri á Fram í Úlfarsárdalnum í gær. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Vestramenn og lagði upp eitt.

Andri Rúnar kom Vestra yfir á 21. mínútu eftir sendingu frá Benedikt Warén en Alex Freyr Elísson jafnaði fyrir Fram á 34. mínútu.

Á 44. mínútu vann Andri Rúnar boltann og sendi á Benedikt sem kom Vestra aftur yfir. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Andri Rúnar annað mark sitt og þriðja mark gestanna þegar hann vippaði yfir Ólaf Íshólm Ólafsson úr ómögulegu færi.

Á 54. mínútu fullkomnaði Andri Rúnar þrennuna þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Benedikts.

Kennie Chopart lagaði stöðuna fyrir Fram með marki beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 2-4, Vestra í vil.

Klippa: Fram 2-4 Vestri

Andri Rúnar hefur skorað í öllum þremur leikjum Vestra í úrslitakeppninni, alls fimm mörk. Hann hefur alls skorað átta mörk í sumar.

Vestri er í 10. sæti deildarinnar með 25 stig en Fram í 8. sætinu með þrjátíu stig. Framarar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 11-3 samanlagt.

Mörkin úr leiknum á Lambhagavellinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×