Man Utd hafði samband við Inzaghi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 08:00 Simone Inzaghi og Luciano Spalletti á góðri stundu þegar sá síðarnefndi var enn þjálfari Napoli. Francesco Pecoraro/Getty Images Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar. Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira