Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar 5. október 2024 12:03 Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Efnahagsmál Tekjur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun