Nokkrum rangfærslum í málflutningi menningarráðherra svarað Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifa 7. október 2024 09:01 Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið. Menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur farið í nokkur viðtöl til að útskýra sína hlið á málinu. Þó að margt ágætt hafi komið þar fram verður ekki hjá því komist að leiðrétta nokkrar rangfærslur í málflutningi ráðherra. 1. Í fyrsta lagi setjum við spurningarmerki við skilning ráðherra á því hvað er íslensk kvikmyndagerð. Að okkar mati er íslensk kvikmyndagerð kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem að gerast í íslenskum veruleika, þar sem töluð er íslenska og þar sem listrænir stjórnendur og höfundar eru að megninu til Íslendingar. Við lítum ekki á þjónustu við erlendar kvikmyndaframleiðslur, þar sem töluð er enska eða önnur tungumál, þar sem höfundar og listrænir stjórnendur eru erlendir ríkisborgarar, sem íslenska kvikmyndagerð. Að okkar mati er ekki nóg að þessi kvikmyndaverkefni séu tekin upp hér á landi ef að sögusviðið er síðan í Alaska. Þó að Íslendingar komi vissulega að þessum verkefnum með einhverjum hætti þá er þessu ekki saman að jafna. 2. Ráðherra hefur verið tíðrætt um svokölluð "covid-framlög" sem eiga að hafa farið í Kvikmyndasjóð á árunum 2021 og 2022. Það er rétt að framlögin voru hækkuð á þessum árum en samkvæmt okkar heimildum voru þessar upphæðir komnar inn í fjárlög fyrir Covid, nánar tiltekið í september 2019 þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 var lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli hækkun á árunum 2021 og 2022 og gékk sú áætlun eftir nánast upp á krónu. Það var skilningur kvikmyndagerðarfólks að sú hækkun hefði verið vegna innleiðingar Kvikmyndastefnunnar, sem þá var í vinnslu, en þar var lögð mikil áhersla á að efla Kvikmyndasjóð. Í apríl árið 2020 var aftur á móti auglýst eftir umsóknum "vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru" eins og það var orðað í tilkynningunni. 120 milljónum var úthlutað til 15 verkefna þá um sumarið og þurftu þau að klárast innan árs. Meðal verkefna sem fengu styrk í þessu átaksverkefni voru kvikmyndin Saumaklúbburinn og sjónvarpsþættirnir Vegferð. Þetta voru covid-framlögin, 120 millónir. Fullyrðingar ráðherra að upphæðirnar sem voru greiddar inn í Kvikmyndasjóð á árunum 2021-22 hafi líka verið covid-framlög eru að okkar mati eftiráskýring og tilraun til að slá ryki í augu fólks. 3. Í viðtölum síðustu daga hefur ráðherra haldið því mjög á lofti að hún hafi komið á laggirnar svokölluðum Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis. Það er hárrétt hjá henni og var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög á Alþingi í mars 2024. Með þessum lögum var hún að hrinda í framkvæmd Aðgerð 1 í Kvikmyndastefnunni sem að kveður á um “sterkara sjóðakerfi og stofnun nýs fjárfestingasjóðs sjónvarpsefnis”. En það sem Lilja segir ekki frá í viðtölunum er að engar fjárveitingar fylgdu þegar sjóðurinn var stofnaður. Þessi sjóður er í dag tóm skúffa inni hjá Kvikmyndamiðstöð. Hvaða gagn er í sjóði ef það er ekkert fjármagn í honum? 4. Í viðtölum hefur ráðherra reynt að tala ástandið í bransanum upp, að allt sé á blússandi svingi og að við sjáum ekki veisluna. Þessa skoðun byggir ráðherra á huglægu mati en ekki á staðreyndum. Það tekur tíma fyrir niðurskurð eins og þennan að hafa áhrif, rétt eins og það tekur stýrivaxtahækkanir Seðlabankans tíma að kæla niður hagkerfið. Þær kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem eru að koma út á þessu ári fengu styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir einu til tveimur árum síðan. Á þessu ári, 2024, fengu tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en vanalega eru þetta á bilinu 4-6 kvikmyndir. Áhrifin eiga þannig eftir að koma fram síðar. Einnig viljum við benda á að magn er ekki það sama og gæði og þegar styrkupphæðirnar lækka, eins og hefur gerst að undanförnu, þá getur það bitnað á gæðum verkanna. 5. Ráðherra hefur talað á þeim nótum að niðurskurður Kvikmyndasjóðs sé eðlileg hagræðingarkrafa til að ná niður verðbólgu. Til að svara þessu er nærtækast að bera Kvikmyndasjóð saman við aðra sambærilega sjóði eins og Rannsóknarsjóð, Tækniþróunarsjóð, Tónlistarsjóð og Myndlistarsjóð. Þessir sjóðir hafa allir tekið á sig einhverja skerðingu á síðustu árum en ekkert í líkingu við Kvikmyndasjóð. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukist um 34% frá árinu 2021 og framlög til Þjóðleikhússins um 12%. Á sama tíma hefur Kvikmyndasjóður verið skorinn niður um 49%. Þessi samanburður rennir stoðum undir þá sannfæringu okkar að ráðherra hafi forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslu til kvikmyndagerðar, eins við komum inn á í fyrrnefndri grein, og að það skýri þennan mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði. 6. Ráðherra segir að miklu fleiri innlend kvikmyndaverkefni fái endurgreiðslu frá ríkinu heldur en erlend. Það er vissulega rétt hjá henni. Hinsvegar eru erlendu verkefnin stærri og taka til sín meira fjármagn. Frá því að endurgreiðsluhlutfallið var hækkað úr 25% í 35% árið 2022 hafa 10,4 milljarðar verið greiddir út til kvikmyndaverkefna samkvæmt upplýsingum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 64% af þeirri fjárhæð fór til erlendra verkefna en 36% til innlendra. 7. Í viðtölunum hefur ráðherra talað um að til standi að bæta fjárhag Kvikmyndasjóðs árið 2026 þegar skattur verður lagður á erlendar streymisveitur. Hugmyndin á bakvið streymisveitufrumvarp ráðherra er góð og er kvikmyndagerðarfólk almennt sammála markmiði þess, sem er að ”efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til framleiðslu og auka stuðning við framleiðslu kvikmynda, sjónvarpsþátta og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.” Það er þó alls ekki þannig að þetta fjármagn sé fast í hendi og það á eftir að koma í ljós hvernig streymisveiturnar bregðast við þegar og ef þetta frumvarp verður að lögum. Þessi streymisveituskattur kemur að okkar mati ekki í staðinn fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Áætlað er að skatturinn geti skilað 260 milljónum inn í Kvikmyndasjóð árlega sem er vissulega jákvætt en það leysir ekki fjárhagsvanda sjóðsins að okkar mati. Meira þarf til. Hér höfum við farið yfir helstu rangfærslur í málflutningi menningarráðherra og vonum að það muni leiða til betra og uppbyggilegra samtals um málefni kvikmyndabransans. Að okkar mati þá verður ekkert jafnvægi í greininni án öflugs Kvikmyndasjóðs, sem er undirstaða allrar kvikmyndamenningar í landinu. Við skiljum vel að ríkið þurfi að hagræða á tímum verðbólgu og hárra vaxta og að allir þurfi að taka eitthvað á sig. En 49% niðurskurður, er það sanngjarnt? Höfundar eru kvikmyndaleikstjórar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar