Eftir fyrsta leik tímabilsins 2023-24 hjá Juventus, liði Pogba, fannst dehydroepiandrosterone, DHEA, í kerfi hans.
Í kjölfarið mátti Frakkinn ekki spila meðan niðurstaða fékkst í mál hans. Fyrr á þessu ári var leikmaðurinn svo dæmdur í fjögurra ára bann frá knattspyrnu og því hefði hann ekki mátt spila að nýju fyrr en árið 2027.
Nú hefur CAS hins vegar stigið inn í og mun Pogba geta byrjað að spila í mars á næsta ári eftir að hafa setið 18 mánaða bannið af sér.
Í frétt Sky Sports segir að fjögurra ára bönn geti veri milduð geti íþróttamaðurinn sannað að hann hafi ekki viljandi tekið ólögleg efni eða ef íþróttamaðurinn aðstoði við rannsóknina á einn eða annan hátt.
Pogba er samningsbundinn Juventus til sumarsins 2026.