Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2024 19:02 Óskar Örn bjargaði stigi fyrir sína menn. Vísir/Anton Brink Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir Víking á lokamínútunni í uppbórtartíma seinni hálfleiks. Eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik þar sem Óli Valur Ómarsson fékk besta færið fyrir Stjörnuna var staðan markalaus. Liðin höfðu skipst á að sækja án þess að ná að brjóta ísinn. Leikurinn opnaðist enn frekar í seinni hálfleik og það var stórglæsilegt mark Emils Atlasonar sem braut ísinn. Emil greip þá Pálma Rafn Arinbjörnsson, sem stóð milli stanganna í stað Ingvars Jónssonar, í bólinu og skoraði með skoti fyrir aftan miðlínu. Skömmu áður hafði Daði Berg Jónsson átt skot í slána en Daði Berg var þá nýkominn inná sem varamaður. Viktor Örlygur Andrason spilaði í vinstri bakverðinum fyrir Víking í fjarveru Tarik Ibrahimagic sem tók út leikbann í þessum leik. Viktor Örlygur jafnaði metin fyrir heimamenn nokkrum mínútum eftir að Emil hafði náð forystunni. Hilmar Árni Halldórsson náði forystunni fyrir Stjörnuna á nýjan leik á 88. mínútu leiksins. Óli Valur Ómarsson átti þá góða sendingu á Hilmar Árna sem kláraði færið af stakri prýði. Víkingur lagði hins vegar ekki árar í bát og hinn síungi kantmaður Óskar Örn Hauksson sá til þess að liðið færi stig úr þessari viðureign með jöfnunarmarki sínum á lokaandartökum leiksins. Þetta stig veitir Víkingi eins stigs forskot á Breiðablik sem mætir Val á Kópavogsvelli í kvöld. Stjarnan kemst hins vegar upp að hlið Val í þriðja til fjórða sæti. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við sína menn. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson: Síðasta liðið sem ég vildi mæta núna „Við sýndum karakter að ná í þetta stig og það gæti reynst dýrmætt þegar upp er staðið. Ef það hefði verið vika á milli leikja og við værum ekki nýlentir eftir erfiðan leik í Kýpur þá hefði ég ekki verið sáttur við frammistöðuna. Miðað við aðstæður þá fannst mér við bara spila vel,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem pressar hátt og spilar maður á mann vörn var það síðasta sem ég vildi mæta á þessum tímapunkti. Sú taktík sem Stjarnan spilar að leyfa Emil að svindla í varnarleiknum gerir það að verkum að þú mátt ekki gera neina tæknifæila. Þreyttir fætur gerðu það að verkum að við gerðum þó nokkra feila og Emil refsaði okkur fyrir einn slíkan,“ sagði Arnar enn fremur. „Það var ekkert við Pálma Rafn að sakast í því marki og hann átti bara flottan leik. Við svöruðum vel fyrir markið og skiptingarnar sem við gerðum skiluðu árangri. Óskar Örn kom vel inn í þennan leik og skoraði gott mark. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að finna orku og drive til þess að kreista fram þetta jöfnunarmark,“ sagði hann. „Álagið undanfarnar vikur beit okkur í rassinn þegar Oliver Ekroth meiddist en þetta er bara fylgifiskur þess að vera að spila á mörgum vígstöðvum. Mér sýnist þetta vera tognun aftan í læri sem heldur honum utan vallar í þrjár vikur um það. Þá er Íslandsmótið mögulega búið hjá honum en við sjáum hvað setur,“ sagði Arnar um meiðsli lykilleikmanns Víkings. Jökull Elísabetarson: Hilmar Árni líklega aldrei spilað betur „Þetta var flott frammistaða hjá okkur og afar svekkjandi að hún hafi ekki skilað sigri. Við fengum besta færi fyrri hálfleiksins og komumst tvisvar sinnum yfir. Við náðum að setja þá undir góða pressu og áttum góða spilkafla,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hreykinn af lærisveinum sínum. „Við lögðum upp með að vera hugrakkir í okkar spilamennsku og mér fannst við klárlega ná því fram. Það hefur verið góður taktur í okkur í undanförnum leikjum og það hélt bara áfram í þessum leik. Við sköpuðum okkur góðar stöður og margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum þrátt fyrir að vera súrir að fá á okkur jöfnunarmark í lokin,“ sagði Jökull enn fremur. „Markið sem Emil skoraði var í heimsklassa en hann hefur gert þetta áður og sýndi að hann hefur þetta í vopnabúrinu. Hilmar Árni er svo í frábæru formi þessa dagana og markið sem hann skoraði var feykilega vel gert. Ég held að Hilmar Árni hafi bara aldrei spilað betur á ferlinum en hann er að gera þessa stundina,“ sagði hann. „Stigið gerir ekki nógu mikið fyrir okkur þar sem Valur er með betri markatölu en við . Það jákvæða er hins vegar að við sýnum hvers við erum megnugir á móti toppliðinu. Nú höldum við bara áfram að safna stigum og sjáum svo hverju það skilar okkur þegar upp er staðið,“ sagði Jökull um stöðu mála. Jökull I. Elísabetarson var ánægður með lærisveina sína. Vísir/Diego Atvik leiksins Mark Emils var í anda David Beckham hér um árið. Skot hans fór í fallegum boga yfir Pálma Rafn í marki Víkings og var í algjöru heimsklassa. Emil hefur gert þetta áður og sýndi það í kvöld að það var ekkert einsdæmi eða lukka. Stjörnur og skúrkar Viktor Örlygur átti góðan leik í vinstri bakverðinum og inni á miðjunni. Karl Friðleifur Gunnarsson var öflgur hinu megin í þeim hægri. Ari Sigurpálsson átti svo góða spretti á kantinum. Óli Valur var síógnandi á hægri kantinum og lagði upp markið fyrir Hilmar Árni. Kjartan Már Kjartansson var sterkur inni á miðsvæðinu. Guðmundur Kristjánsson var flottur í hjarta varnarinnar og Emil hélt boltanum vel í fremstu víglínu auk marksins stórglæsilega sem hann skoraði. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson og teymið í kringum hann stóð sig með sóma í þessum leik og fær átta í einkunn. Ekkert upp á dómarateymið að klaga að þessu sinni og leikurinn fékk að flæða vel. Stemming og umgjörð Það var kalt í Fossvoginum í kvöld en stuðningsmenn beggja liða létu ágætlega í sér heyra. Líklega verið tæplega 1000 manns á vellinum og allir léttir í lundu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan
Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir Víking á lokamínútunni í uppbórtartíma seinni hálfleiks. Eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik þar sem Óli Valur Ómarsson fékk besta færið fyrir Stjörnuna var staðan markalaus. Liðin höfðu skipst á að sækja án þess að ná að brjóta ísinn. Leikurinn opnaðist enn frekar í seinni hálfleik og það var stórglæsilegt mark Emils Atlasonar sem braut ísinn. Emil greip þá Pálma Rafn Arinbjörnsson, sem stóð milli stanganna í stað Ingvars Jónssonar, í bólinu og skoraði með skoti fyrir aftan miðlínu. Skömmu áður hafði Daði Berg Jónsson átt skot í slána en Daði Berg var þá nýkominn inná sem varamaður. Viktor Örlygur Andrason spilaði í vinstri bakverðinum fyrir Víking í fjarveru Tarik Ibrahimagic sem tók út leikbann í þessum leik. Viktor Örlygur jafnaði metin fyrir heimamenn nokkrum mínútum eftir að Emil hafði náð forystunni. Hilmar Árni Halldórsson náði forystunni fyrir Stjörnuna á nýjan leik á 88. mínútu leiksins. Óli Valur Ómarsson átti þá góða sendingu á Hilmar Árna sem kláraði færið af stakri prýði. Víkingur lagði hins vegar ekki árar í bát og hinn síungi kantmaður Óskar Örn Hauksson sá til þess að liðið færi stig úr þessari viðureign með jöfnunarmarki sínum á lokaandartökum leiksins. Þetta stig veitir Víkingi eins stigs forskot á Breiðablik sem mætir Val á Kópavogsvelli í kvöld. Stjarnan kemst hins vegar upp að hlið Val í þriðja til fjórða sæti. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur við sína menn. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson: Síðasta liðið sem ég vildi mæta núna „Við sýndum karakter að ná í þetta stig og það gæti reynst dýrmætt þegar upp er staðið. Ef það hefði verið vika á milli leikja og við værum ekki nýlentir eftir erfiðan leik í Kýpur þá hefði ég ekki verið sáttur við frammistöðuna. Miðað við aðstæður þá fannst mér við bara spila vel,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem pressar hátt og spilar maður á mann vörn var það síðasta sem ég vildi mæta á þessum tímapunkti. Sú taktík sem Stjarnan spilar að leyfa Emil að svindla í varnarleiknum gerir það að verkum að þú mátt ekki gera neina tæknifæila. Þreyttir fætur gerðu það að verkum að við gerðum þó nokkra feila og Emil refsaði okkur fyrir einn slíkan,“ sagði Arnar enn fremur. „Það var ekkert við Pálma Rafn að sakast í því marki og hann átti bara flottan leik. Við svöruðum vel fyrir markið og skiptingarnar sem við gerðum skiluðu árangri. Óskar Örn kom vel inn í þennan leik og skoraði gott mark. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir að finna orku og drive til þess að kreista fram þetta jöfnunarmark,“ sagði hann. „Álagið undanfarnar vikur beit okkur í rassinn þegar Oliver Ekroth meiddist en þetta er bara fylgifiskur þess að vera að spila á mörgum vígstöðvum. Mér sýnist þetta vera tognun aftan í læri sem heldur honum utan vallar í þrjár vikur um það. Þá er Íslandsmótið mögulega búið hjá honum en við sjáum hvað setur,“ sagði Arnar um meiðsli lykilleikmanns Víkings. Jökull Elísabetarson: Hilmar Árni líklega aldrei spilað betur „Þetta var flott frammistaða hjá okkur og afar svekkjandi að hún hafi ekki skilað sigri. Við fengum besta færi fyrri hálfleiksins og komumst tvisvar sinnum yfir. Við náðum að setja þá undir góða pressu og áttum góða spilkafla,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hreykinn af lærisveinum sínum. „Við lögðum upp með að vera hugrakkir í okkar spilamennsku og mér fannst við klárlega ná því fram. Það hefur verið góður taktur í okkur í undanförnum leikjum og það hélt bara áfram í þessum leik. Við sköpuðum okkur góðar stöður og margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum þrátt fyrir að vera súrir að fá á okkur jöfnunarmark í lokin,“ sagði Jökull enn fremur. „Markið sem Emil skoraði var í heimsklassa en hann hefur gert þetta áður og sýndi að hann hefur þetta í vopnabúrinu. Hilmar Árni er svo í frábæru formi þessa dagana og markið sem hann skoraði var feykilega vel gert. Ég held að Hilmar Árni hafi bara aldrei spilað betur á ferlinum en hann er að gera þessa stundina,“ sagði hann. „Stigið gerir ekki nógu mikið fyrir okkur þar sem Valur er með betri markatölu en við . Það jákvæða er hins vegar að við sýnum hvers við erum megnugir á móti toppliðinu. Nú höldum við bara áfram að safna stigum og sjáum svo hverju það skilar okkur þegar upp er staðið,“ sagði Jökull um stöðu mála. Jökull I. Elísabetarson var ánægður með lærisveina sína. Vísir/Diego Atvik leiksins Mark Emils var í anda David Beckham hér um árið. Skot hans fór í fallegum boga yfir Pálma Rafn í marki Víkings og var í algjöru heimsklassa. Emil hefur gert þetta áður og sýndi það í kvöld að það var ekkert einsdæmi eða lukka. Stjörnur og skúrkar Viktor Örlygur átti góðan leik í vinstri bakverðinum og inni á miðjunni. Karl Friðleifur Gunnarsson var öflgur hinu megin í þeim hægri. Ari Sigurpálsson átti svo góða spretti á kantinum. Óli Valur var síógnandi á hægri kantinum og lagði upp markið fyrir Hilmar Árni. Kjartan Már Kjartansson var sterkur inni á miðsvæðinu. Guðmundur Kristjánsson var flottur í hjarta varnarinnar og Emil hélt boltanum vel í fremstu víglínu auk marksins stórglæsilega sem hann skoraði. Dómarar leiksins Sigurður Hjörtur Þrastarson og teymið í kringum hann stóð sig með sóma í þessum leik og fær átta í einkunn. Ekkert upp á dómarateymið að klaga að þessu sinni og leikurinn fékk að flæða vel. Stemming og umgjörð Það var kalt í Fossvoginum í kvöld en stuðningsmenn beggja liða létu ágætlega í sér heyra. Líklega verið tæplega 1000 manns á vellinum og allir léttir í lundu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti