Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 17:02 Óskar Borgþórsson skoraði mark Íslands gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, í september. vísir/Anton Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hefur verið kallaður inn í U21-landsliðið í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Litháen og Danmörku í undankeppni EM. Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47