Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 17:02 Óskar Borgþórsson skoraði mark Íslands gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, í september. vísir/Anton Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hefur verið kallaður inn í U21-landsliðið í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Litháen og Danmörku í undankeppni EM. Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Óvissa ríkir um þátttöku Kristians Hlynssonar, miðjumanns Ajax, í leikjunum og því ákvað Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-landsliðsins, að kalla í Óskar. Vegna óvissu með þátttöku Kristians Hlynssonar í komandi leikjum U21 landsliðs karla við Litháen og Danmörku hefur Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, kallað Óskar Borgþórssson, leikmann Sogndal, inn í hópinn. pic.twitter.com/SVNuoCkH4h— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2024 Kristian var ekki valinn í A-landsliðið og sagði Åge Hareide það vegna þess að hann hefði ekki spilað nógu mikið að undanförnu. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja [í september]. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Kristian spilaði svo þennan Evrópuleik, sem var gegn Slavia Prag á útivelli, en meiddist í leiknum. Óskar skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapinu gegn Wales í síðasta leik U21-landsliðsins, þrátt fyrir að hafa komið inn á þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. Hann kom einnig inn á í 4-2 sigrinum gegn Danmörku nokkrum dögum fyrr en lék þá tæpan hálftíma.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47