Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar 4. október 2024 10:31 Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun