Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 4. október 2024 10:02 Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun