Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 3. október 2024 09:30 Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar