Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 18:47 Antoni Milambo var eini leikmaður Feyenoord sem komst á blað þó liðið hafi skorað þrisvar. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira