Sonur Zlatans í fyrsta sinn í landslið Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 14:15 Maximilian Ibrahimovic hefur verið að raða inn mörkum fyrir U20-lið AC Milan og það skilar honum fyrstu ungmennalandsleikjunum. Getty/Jonathan Moscrop Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta. Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Tyrkir á toppnum eftir stórsókn en nauman sigur Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Agüero fór með Barcelona fyrir dómstóla Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Byrjunarlið Íslands: Gylfi á bekknum og Orri og Andri Lucas frammi „Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sjá meira
Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Logi fær ekki seinna markið skráð á sig „Við munum læra margt af þessu“ „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Tyrkir á toppnum eftir stórsókn en nauman sigur Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Agüero fór með Barcelona fyrir dómstóla Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Byrjunarlið Íslands: Gylfi á bekknum og Orri og Andri Lucas frammi „Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sjá meira