Sonur Zlatans í fyrsta sinn í landslið Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 14:15 Maximilian Ibrahimovic hefur verið að raða inn mörkum fyrir U20-lið AC Milan og það skilar honum fyrstu ungmennalandsleikjunum. Getty/Jonathan Moscrop Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta. Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira
Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira