Sonur Zlatans í fyrsta sinn í landslið Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 14:15 Maximilian Ibrahimovic hefur verið að raða inn mörkum fyrir U20-lið AC Milan og það skilar honum fyrstu ungmennalandsleikjunum. Getty/Jonathan Moscrop Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta. Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Maximilian er þannig verðlaunaður fyrir góða byrjun með varaliði AC Milan á þessari leiktíð. „Hann er góður í að koma sér á svæðið við markið, þar sem flest mörkin verða til,“ sagði Andrea Pettersson sem stýrir U18-landsliði Svía. Maximilian skrifaði í sumar undir atvinnumannasamning hjá AC Milan, þar sem pabbi hans starfar sem eins konar hægri hönd eigenda félagsins. Strákurinn hefur nú í haust skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir U20-lið Milan og þannig kom hann sér í U18-landsliðshópinn, sem á fyrir höndum leiki við Japan og Bandaríkin. Skiljanlegt að Mellberg og Ibrahimovic fái meiri athygli „Ég er búinn að fylgjast með honum síðasta árið. Ég hef séð hann þróast í unglingaliði Milan þar sem hann fær sífellt að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pettersson sem vill ekkert vera að líkja Maximilian við Zlatan. „Ég get ekki sagt til um það. Hann er bara sín eigin týpa af leikmanni og það er ástæðan fyrir því að hann er valinn,“ sagði Pettersson sem einnig valdi John, son Olof Mellberg sem er önnur goðsögn úr landsliði Svía. „Bæði John og Maximilian eru vanir þessu en auðvitað reynum við að tryggja þeim öryggi svo þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Það sama á við um alla leikmenn en við skiljum alveg að það sé sérstakur áhugi í kringum þá tvo,“ sagði Pettersson.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira