Höfum við efni á þessu Stríðsbrölti? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2024 11:03 Það eru stríð út um allan heim þó stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðið á GASA sé mest í umræðunni, fjölda stríða í Afríku, ólgan í mið austurlöndum er áþreifanlega þessa daga svo er Kína og Bandaríkin alltaf með núning að ógleymdri púðurtunnunni Norður-Kóreu sem getur sprungið hvenær sem er. Ég þakka fyrir að búa á litla friðsama Íslandinu okkar fjarri þessu öllu en ég, og ekki þið heldur, get lokað augunum fyrir þessu öllu, við getum og megum ekki horfa undan og láta eins og þetta komi okkur ekki við bara af því að við höfum það gott. Fórnirnar eru miklar og er mannfall þar stærsti þátturinn, eyðilegging á landi og allir dýrmætu málmarnir sem þarf í stríðstól, kolefnissporið er mjög stórt bæði við framleiðslu stríðstóla og við notkun þeirra, allur tíminn, orkan og peningarnir sem fara í þessi tilgangslausu stríð sem bitna verst á saklausum borgurum og enginn græðir á nema vopnaframleiðendur kannski. En hvað EF? ef ekki þyrfti að eyða tíma og peningum í að finna upp fullkomnari vopn væri þá kannski búið að finna upp lækningu við mænuskaða, Alzheimer eða krabbameini? hefði ekki peningunum verið betur varið í það en drápstól? Hvað EF? Sá sem fyndi lækningu við krabbameini lægi undir rústum á GASA núna. Hvað EF? Í Sýrlandi lægi næsti „Albert Einstein“ í blóði sínu. Hvað EF? Úkraínumaðurinn sem kæmi okkur til fjarlægra stjarna hafi fallið núna um daginn. Hvað EF? Að sá sem hefði komið á alheimsfriði hafi verið myrtur í Súdan. Hvað EF? búið sé að drepa Rússann sem kæmi með hugmynd að orkugjafa framtíðar svo ekki þyrfti að virkja öll vötnin okkar, reisa þessar risastóru vindmyllur eða taka stór landsvæði undir Sólarsellur? Hvað EF? við jarðarbúar gætum haldið friðinn verið vinir og umburðarlynd, réttlát og umhyggjusöm, hugsið ykkur allt sem við gætum áorkað saman, fundið lausnir og lækningar, fundið vináttu og ást þvert á lönd og trúarbrögð. Hvað EF? já hugleiðum það aðeins. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk langt fyrir aldur fram og allir þeir sem hírast í flóttamannabúðum eða börnin á GASA sem fá enga menntun fá varla læknisþjónustu hvað þá mat, eiga ekki mikla von né bjarta framtíð að horfa til. Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga mun standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis á Klambratúni miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 20.00 á fæðingardegi Mahatma Ghandi og jafnframt degi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilveru án ofbeldis (Day of Non-Violence). Ég hef verið að hlusta og lesa Flækjusögur eftir Illuga á Heimildinni, margar þeirra eru svo kallaðar Hvað ef sögur eða „hjásögur“ sú sem ég hlustaði á í gær fjallar um Vandala og EF ákveðin atburður hefði ekki gerst með þeim hætti sem hann gerði hefur Vandalar ríkt í Afríku og héldu friðinn í Evrópu í margar aldir því þeir voru svo víðsýnir og skynsamir að leyfa fólki að lifa sýnu lífi í friði að engin gerði uppreisn og engin stríð urðu í mörg hundruð ár og tækni og vísindum fleygt fram mun hraðar en gerðist í raun því það fóru engir peningar í stríð og ungt og efnilegt fólk lést ekki á vígvellinum heldur gat einbeitt sér að námi og við komist til tunglsins 400 árum fyrr en við gerðum. Eða þannig. Hvað ef saga eða „hjásaga“ Illugi sótti námskeið um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild hjá Guðna Th. Jóhannessyni í Háskóla Íslands. Margar Flækjusögurnar hans eru innblásnar af þessum námskeiðum. Flækjusaga sem birtist á Heimildinni 9. febrúar 2022 15:17 · í umsjón: Illugi Jökulsson Hefðu Vandalar getað lent á tunglinu? Illugi Jökulsson telur að Gelimer konungur hefði kannski ekki átt að syrgja bróður sinn. Fyrir þá sem vilja frekar lesa þá birtist hún í Fréttablaðið 07.12.2013 Höfundur er friðarsinni og hernaðarandstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það eru stríð út um allan heim þó stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðið á GASA sé mest í umræðunni, fjölda stríða í Afríku, ólgan í mið austurlöndum er áþreifanlega þessa daga svo er Kína og Bandaríkin alltaf með núning að ógleymdri púðurtunnunni Norður-Kóreu sem getur sprungið hvenær sem er. Ég þakka fyrir að búa á litla friðsama Íslandinu okkar fjarri þessu öllu en ég, og ekki þið heldur, get lokað augunum fyrir þessu öllu, við getum og megum ekki horfa undan og láta eins og þetta komi okkur ekki við bara af því að við höfum það gott. Fórnirnar eru miklar og er mannfall þar stærsti þátturinn, eyðilegging á landi og allir dýrmætu málmarnir sem þarf í stríðstól, kolefnissporið er mjög stórt bæði við framleiðslu stríðstóla og við notkun þeirra, allur tíminn, orkan og peningarnir sem fara í þessi tilgangslausu stríð sem bitna verst á saklausum borgurum og enginn græðir á nema vopnaframleiðendur kannski. En hvað EF? ef ekki þyrfti að eyða tíma og peningum í að finna upp fullkomnari vopn væri þá kannski búið að finna upp lækningu við mænuskaða, Alzheimer eða krabbameini? hefði ekki peningunum verið betur varið í það en drápstól? Hvað EF? Sá sem fyndi lækningu við krabbameini lægi undir rústum á GASA núna. Hvað EF? Í Sýrlandi lægi næsti „Albert Einstein“ í blóði sínu. Hvað EF? Úkraínumaðurinn sem kæmi okkur til fjarlægra stjarna hafi fallið núna um daginn. Hvað EF? Að sá sem hefði komið á alheimsfriði hafi verið myrtur í Súdan. Hvað EF? búið sé að drepa Rússann sem kæmi með hugmynd að orkugjafa framtíðar svo ekki þyrfti að virkja öll vötnin okkar, reisa þessar risastóru vindmyllur eða taka stór landsvæði undir Sólarsellur? Hvað EF? við jarðarbúar gætum haldið friðinn verið vinir og umburðarlynd, réttlát og umhyggjusöm, hugsið ykkur allt sem við gætum áorkað saman, fundið lausnir og lækningar, fundið vináttu og ást þvert á lönd og trúarbrögð. Hvað EF? já hugleiðum það aðeins. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk langt fyrir aldur fram og allir þeir sem hírast í flóttamannabúðum eða börnin á GASA sem fá enga menntun fá varla læknisþjónustu hvað þá mat, eiga ekki mikla von né bjarta framtíð að horfa til. Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga mun standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis á Klambratúni miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 20.00 á fæðingardegi Mahatma Ghandi og jafnframt degi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilveru án ofbeldis (Day of Non-Violence). Ég hef verið að hlusta og lesa Flækjusögur eftir Illuga á Heimildinni, margar þeirra eru svo kallaðar Hvað ef sögur eða „hjásögur“ sú sem ég hlustaði á í gær fjallar um Vandala og EF ákveðin atburður hefði ekki gerst með þeim hætti sem hann gerði hefur Vandalar ríkt í Afríku og héldu friðinn í Evrópu í margar aldir því þeir voru svo víðsýnir og skynsamir að leyfa fólki að lifa sýnu lífi í friði að engin gerði uppreisn og engin stríð urðu í mörg hundruð ár og tækni og vísindum fleygt fram mun hraðar en gerðist í raun því það fóru engir peningar í stríð og ungt og efnilegt fólk lést ekki á vígvellinum heldur gat einbeitt sér að námi og við komist til tunglsins 400 árum fyrr en við gerðum. Eða þannig. Hvað ef saga eða „hjásaga“ Illugi sótti námskeið um Ef-sögu við Sagnfræði- og heimspekideild hjá Guðna Th. Jóhannessyni í Háskóla Íslands. Margar Flækjusögurnar hans eru innblásnar af þessum námskeiðum. Flækjusaga sem birtist á Heimildinni 9. febrúar 2022 15:17 · í umsjón: Illugi Jökulsson Hefðu Vandalar getað lent á tunglinu? Illugi Jökulsson telur að Gelimer konungur hefði kannski ekki átt að syrgja bróður sinn. Fyrir þá sem vilja frekar lesa þá birtist hún í Fréttablaðið 07.12.2013 Höfundur er friðarsinni og hernaðarandstæðingur.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar