Innlent

Ekki í lífs­hættu eftir stunguárás í Austur­bænum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin átti sér stað í Austurbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni.
Árásin átti sér stað í Austurbæ Reykjavíkur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka.

Vettvangur málsins er heimahús í Austurbænum í Reykjavík, en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Í dagbók lögreglunnar á sunnudagsmorgun var greint frá því að einstaklingur hefði komið á bráðamóttökuna og tilkynnt að hann hefði verið stunginn í brjóstkassann. Fleira var ekki gefið upp þá.

„Málið er enn þá í rannsókn og það er búið að tala við þónokkuð marga vegna þess,“ segir Ævar Pálmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×