Griezmann er orðinn 33 ára gamall og ætlar að einbeita sér að félagsliðaboltanum það sem eftir er ferilsins.
Landsliðsferill hans er afar glæsilegur. Hann spilaði 137 landsleiki og skoraði í þeim 44 mörk.
Framherjinn hefur spilað allan sinn atvinnumannaferil. Hann gekk í raðir Real Sociedad árið 2009 og spilaði þar í fimm ár en þá var hann keyptur til Atletico Madrid.
Á fimm árum þar skoraði hann 94 mörk og var svo keyptur til Barcelona. Hann gekk svo aftur í raðir Atletico árið 2021.