Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:44 Fiona Harvey og Jessica Gunning í hlutverki Mörthu Scott. Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira