Af hverju að fara aftur þangað með glóðarauga þegar það er að batna? Davíð Bergmann skrifar 29. september 2024 10:00 Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum, svo vitnað sé beint í ráðherra úr frétt Stöðvar 2 í gærkvöld. Síðan slær ráðherra út með því að segja að hún sjái fyrir sér að það væri hægt að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni, sem er hver hlýtur maður að spyrja sig í framhaldinu? Þetta finnst mér í meira lagi hjákátlegur málflutningur og kæri ráðherra, nei, það er ekki hægt að sameina alla hægrimenn undir Sjálfstæðisstefnunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að segja skilið við stefnuna og þarf ekki nema líta til síðustu sjö ára í því samhengi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Það er af ástæðu að menn hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og leitað á önnur mið og fundið sig frekar í flokkum sem standa fyrir skynsemishyggju og rökfestu og eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni. Áslaug Arna, getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fjarlægst og misst jarðtenginguna við kjósendur sína? Það er ekki sjálfgefið að menn og konur komi aftur í stjórnmálaflokk sem hefur svikið kjósendur sína ítrekað og gefið endalausan afslátt af stefnu sinni, ekki frekar en konan sem er í Kvennaathvarfinu, snúi aftur til ofbeldismannsins sem hefur lofað öllu fínu og fögru ef hún kemur aftur heim. Flokkur sem segist standa með stétt við stétt getur ekki verið samansettur af níu lögmönnum í sjötján manna þingflokki, þannig stjórnmálaflokkur hefur misst jarðtenginguna við kjósendur sína. Í þeim flokki heyrast ekki allar raddir og sá flokkur er hættur að endurspegla samsetningu samfélagsins sem við lifum í dag. Við sem kjósum til hægri getum ekki sameinast undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka í dag. Það sýna verk ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, það hefur sýnt sig að þeim flokki er ekki treystandi lengur. Það að kalla eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni er eins og að stíga aftur inn í ofbeldissamband með glóðarauga á báðum augum. Kannski svarar þetta einhverjum þeim spurningum af hverju við getum ekki sameinast undir armi Sjálfstæðisflokksins við hægrimenn, kannski þarf sá ágæti flokkur að fara í alvarlega naflaskoðun, það er ekki nóg að lofa betrun og öllu fögru eins og ofbeldismaðurinn gerir, það dugar ekki í dag. Flokkur sem kennir sig við stétt við stétt hefur misst jarðsamband við kjósendur sína þegar samsetning þingflokks er með þessum hætti bara svo eitt dæmi sé tekið. Þess vegna er gott að hafa fundið sér nýtt heimili þar sem maður veit að það ríkir staðfesta og öryggi og menn eru ekki að gefa afslátt af stefnu sinni eftir því hvernig veður og vindar blása. Miðflokkurinn er ekki svartfuglavilltur í sjólægðinni, hann er flokkur sem hefur fast land undir fótum sér og ætlar að leiða íslenska þjóð til farsældar í framtíðinni og þar vil ég tilheyra. Höfundur er Miðflokksmaður
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun