Freyr um rangan fréttaflutning: „Þetta særði mig mjög mikið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 08:01 Freyr á blaðamannafundinum. KV Kortrijk Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska efstu deildarliðsins Kortrijk, hefur fengið afsökunarbeiðni eftir fréttaflutning þess efnis að hann væri að fara taka við Cardiff City sem spilar í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Freyr var gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn og lét í sér heyra á X-síðu sinni, áður Twitter. Þá sendi félagið jafnframt frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Á blaðamannafundi á föstudag fór Freyr yfir málið og sagði það sem lá sér á hjarta. Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario. Thanks for your support 🙏— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024 „Þetta særði mig mjög mikið. Þegar þú vinnur með blaðamönnum líkt og við gerum þá er það gert með hreinskilni og traust að leiðarljósi. Áður en þú flytur fréttir þá þarftu að athuga þær og athuga þær aftur,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Það hafði hins vegar enginn samband við mig. Ég get fullvissað ykkur um að ef fólk hefur samband við mig þá mun ég ekki ljúga að ykkur. Ég veit vel að það gera allir mistök í starfi en ef þú gerist sekur um slíkt þá ættir þú einnig að geta beðist afsökunar.“ Á vefsíðu Kortrijk kemur fram að blaðamennirnir tveir sem fluttu fyrstir fréttirnar hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi sínum og þar með sé því máli lokið að hálfu félagsins. Kortrijk er 8 stig að loknum 8 umferðum og hefur liðið nú leikið fjóra leiki án sigurs. Á sunnudag mætir liðið Royale Union SG sem situr í 12. sæti með 10 stig.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira