Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:50 Eric Adams, borgarstjóri New York, þegar hann yfirgaf alríkisdómshús á Manhattan í dag. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04