Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:50 Eric Adams, borgarstjóri New York, þegar hann yfirgaf alríkisdómshús á Manhattan í dag. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04