Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 14:01 Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira