Pabbinn fékk tattú á punginn Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 07:37 David Åhman og Jonathan Hellvig urðu ólympíumeistarar og það hafði sínar afleiðingar fyrir hæstánægðan pabba Åhman. Getty/Instagram Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny. Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny.
Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn