Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 16:40 Eric Adams, borgarstjóri New York, er sakaður um að hafa þegið gjafir og ferðalög frá árinu 2014. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48