Manndráp oftast illa skipulögð og sjaldnast mikil ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 09:01 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum. Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“ Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“
Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira