Kæra sig ekki um evruna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. september 2024 09:31 Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun