Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 22:01 Frá hægri að ofan: Inga Lilja Ómarsdóttir, Ingunn Böðvarsdóttir, Kristjana Mist Logadóttir, Sunna Hauksóttir, Aníta Líf Ólafsdóttir og Tinna Karen Sigurðardóttir Frá hægri að neðan: Salka Elín Sæþórsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Kristín Salka Auðunsdóttir og Eva Björk Angarita Aðsend Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru.
Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira