Osaka vill ekki sjá eftir neinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2024 07:01 Naomi Osaka og nýi þjálfarinn hennar, Patrick Mouratoglou. Robert Prange/Getty Images Naomi Osaka segist vera á þeim stað í lífinu að hún vilji ekki sjá eftir neinu. Hún hefur því ráðið fyrrverandi þjálfara Serenu Williams, Patrick Mouratoglou, til að hjálpa sér að komast aftur í sitt besta form. Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking. Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira
Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking.
Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sjá meira