Lesskilningur bættur með leikjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2024 20:02 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur Lærum og leikum með hljóðin. Þau opnuðu í dag nýja útgáfu forritsins. vísir/aðsend Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís. Skóla- og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís.
Skóla- og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira