Útiloka ekki kosningar í vor Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2024 11:58 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira