Íslenski boltinn

Fram án þriggja gegn KR

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alex Freyr hefur leikið vel að undanförnu. Hann verður ekki með um helgina.
Alex Freyr hefur leikið vel að undanförnu. Hann verður ekki með um helgina. Vísir/Anton Brink

Fram verður án þriggja leikmanna er liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í fótbolta um helgina vegna leikbanna.

Fram verður meðal annars án Alex Freys Elíssonar sem hefur farið mikinn með Frömurum í undanförnum leikjum. Hann fékk sitt tíunda gula spjald í sumar í 2-0 sigri Fram á Fylki um helgina og verður ekki með. Þetta er því í þriðja sinn sem Alex missir af leik vegna uppsafnaðra spjalda.

Guðmundur Magnússon og Þorri Stefán Þorbjörnsson fengu sitt fjórða gula spjald í leiknum og verða einnig í banni þegar Fram mætir KR á sunnudag.

Silas Songani, leikmaður Vestra, var þá einnig dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda á reglubundnum fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag. Hann missir af mikilvægum leik Vestra við HK á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×