Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 12:27 Freyr Alexandersson tók við Kortrijk í Belgíu í janúar á þessu ári. Getty/Filip Lanszweert Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi. Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira