Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2024 12:10 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ekki koma á óvart að íbúðauppbygging hafi dregist saman miðað við núverandi vaxtaumhverfi. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55
Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17