Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2024 07:55 Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu samkvæmt greiningu HMS. Vísir/Vilhelm Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofununar þar sem sagt er frá nýjustu íbúatalningu stofnunarinnar. Framkvæmdir voru hafnar á 7.221 íbúð um allt land í september, samanborið við 7.937 íbúðir í mars síðastliðinn og 8.683 í september 2023. „Íbúðum í byggingu fjölgar frá síðustu talningu HMS í mars síðastliðnum í Hvalfjarðarsveit og Hveragerðisbæ, en í hvoru sveitarfélagi nemur fjölgunin 31 íbúð. Á höfuðborgarsvæðinu fækkar íbúðum í byggingu í öllum sveitarfélögum nema í Seltjarnarnesbæ þar sem jafnmargar íbúðir eru í byggingu og í síðustu talningu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu og fækkar íbúðum í byggingu um 536 íbúðir sem er samdráttur um 9,7 prósent á milli talninga. Mest fækkar þeim í Hafnarfjarðarbæ eða um 185 íbúðir og næstmest í Garðabæ þar sem 144 færri íbúðir eru í byggingu miðað við síðustu talningu HMS. Í Reykjavíkurborg fækkar íbúðum í byggingu um 27 íbúðir á milli talninga,“ segir í greiningunni. Áhersla á að klára verkin Greining HMS sýnir ennfremur að við samanburð nýjustu talningar við fyrri talningar komi í ljós að fjöldi íbúða á fyrri framvindustigum, það er fyrir fokheldi, hafi farið fækkandi í síðustu fimm talningum og hafi ekki verið færri síðan í september 2021. Færri íbúðir eru í framkvæmdum sem standa í stað milli talninga og telja þær framkvæmdir nú 1.311 íbúðir samanborið við 1.880 íbúðir í marstalningunni fyrr á árinu og 3.929 íbúðir í september fyrir ári síðan. „Fækkun íbúða sem standa í stað á milli talninga samhliða auknum umsvifum í byggingarframkvæmdum á síðustu misserum gefur til kynna að byggingaaðilar leggi nú meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný verkefni. Hins vegar eru 454 íbúðir nú á sama stigi og þær voru á í talningu HMS frá septembermánuði í fyrra, en undir venjulegum hraða á framvindu byggingarframkvæmda hefðu þessar íbúðir átt að færast á milli framvindustiga á 12 mánaða tímabili. Því gætu byggingaraðilar þessara íbúða verið í vandræðum með að klára uppbyggingu eða haldið að sér höndum þar til markaðsaðstæður breytast. Út frá nýjustu talningu gerir HMS ráð fyrir að 3.024 íbúðir verði fullbúnar í ár sem er í samræmi við spá HMS eftir marstalningu fyrr á þessu ári. Áætlað er að 2.897 íbúðir verði fullbúnar árið 2025 og 2.323 íbúðir árið 2026, líkt og sjá má á mynd hér að neðan. Þess má geta að framkvæmdir sem hefjast á næstu mánuðum gætu klárast árið 2026 miðað við tveggja ára framleiðslutíma íbúða og er því spáin fyrir árið 2026 ekki endanleg spá fyrir það ár,“ segir í greiningunni. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofununar þar sem sagt er frá nýjustu íbúatalningu stofnunarinnar. Framkvæmdir voru hafnar á 7.221 íbúð um allt land í september, samanborið við 7.937 íbúðir í mars síðastliðinn og 8.683 í september 2023. „Íbúðum í byggingu fjölgar frá síðustu talningu HMS í mars síðastliðnum í Hvalfjarðarsveit og Hveragerðisbæ, en í hvoru sveitarfélagi nemur fjölgunin 31 íbúð. Á höfuðborgarsvæðinu fækkar íbúðum í byggingu í öllum sveitarfélögum nema í Seltjarnarnesbæ þar sem jafnmargar íbúðir eru í byggingu og í síðustu talningu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hægst á uppbyggingu og fækkar íbúðum í byggingu um 536 íbúðir sem er samdráttur um 9,7 prósent á milli talninga. Mest fækkar þeim í Hafnarfjarðarbæ eða um 185 íbúðir og næstmest í Garðabæ þar sem 144 færri íbúðir eru í byggingu miðað við síðustu talningu HMS. Í Reykjavíkurborg fækkar íbúðum í byggingu um 27 íbúðir á milli talninga,“ segir í greiningunni. Áhersla á að klára verkin Greining HMS sýnir ennfremur að við samanburð nýjustu talningar við fyrri talningar komi í ljós að fjöldi íbúða á fyrri framvindustigum, það er fyrir fokheldi, hafi farið fækkandi í síðustu fimm talningum og hafi ekki verið færri síðan í september 2021. Færri íbúðir eru í framkvæmdum sem standa í stað milli talninga og telja þær framkvæmdir nú 1.311 íbúðir samanborið við 1.880 íbúðir í marstalningunni fyrr á árinu og 3.929 íbúðir í september fyrir ári síðan. „Fækkun íbúða sem standa í stað á milli talninga samhliða auknum umsvifum í byggingarframkvæmdum á síðustu misserum gefur til kynna að byggingaaðilar leggi nú meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný verkefni. Hins vegar eru 454 íbúðir nú á sama stigi og þær voru á í talningu HMS frá septembermánuði í fyrra, en undir venjulegum hraða á framvindu byggingarframkvæmda hefðu þessar íbúðir átt að færast á milli framvindustiga á 12 mánaða tímabili. Því gætu byggingaraðilar þessara íbúða verið í vandræðum með að klára uppbyggingu eða haldið að sér höndum þar til markaðsaðstæður breytast. Út frá nýjustu talningu gerir HMS ráð fyrir að 3.024 íbúðir verði fullbúnar í ár sem er í samræmi við spá HMS eftir marstalningu fyrr á þessu ári. Áætlað er að 2.897 íbúðir verði fullbúnar árið 2025 og 2.323 íbúðir árið 2026, líkt og sjá má á mynd hér að neðan. Þess má geta að framkvæmdir sem hefjast á næstu mánuðum gætu klárast árið 2026 miðað við tveggja ára framleiðslutíma íbúða og er því spáin fyrir árið 2026 ekki endanleg spá fyrir það ár,“ segir í greiningunni.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. 19. september 2024 07:36