Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2024 22:02 Í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal á hverju ári en reiknað er með að þeir verði um 700 þúsund þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar. Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira