Telja Ísland með „hættuleg viðhorf“ gagnvart Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 15:59 Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, samþykkti listann yfir 47 ríki sem Rússar hafa vanþóknun á. Vísir/EPA Ísland er í hópi 47 ríkja sem rússnesk stjórnvöld telja hafa „hættuleg viðhorf“ sem stangist á við andleg og siðferðisleg gildi Rússlands. Flest Evrópuríki rata á listann auk Bandaríkjanna og Japans. Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands. Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands.
Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira