Mannréttindabrot á vinnumarkaði Helgi Brynjarsson skrifar 23. september 2024 07:02 Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mannréttindi Félagasamtök Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun