Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 20:50 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40