Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin.
Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir.
Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak.
Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís
Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur.
„Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag.
No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc
— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024
Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim.
„Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“
Tilbúnir í stríð
Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna.
AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum.
Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás
Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum.