„Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:01 Ásdís Björg Pálmadóttir er með ýmis góð ráð fyrir keppendur í bakgarðshlaupi. Vísir Ásdís Björg Pálmadóttir, vörumerkjastjóri í Sportvörum, er á leið í sitt fimmta bakgarðshlaup á morgun og ætlar sér að hlaupa að minnsta kosti hundrað kílómetra. Hún fékk góða aðstoð frá drottningu bakgarðshlaupanna, Mari Järsk, þegar hún rauf hundrað kílómetra múrinn fyrst. „Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
„Það er alltaf smákvíði. Þetta er svo erfitt,“ segir Ásdís Björg um hlaupið á morgun en hún ræddi við Garp Elísabetarson í aðdraganda keppninnar. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar fer Ásdís meðal annars vel yfir það hvernig best er að búa sig undir hlaup, varðandi klæðnað og næringu, en hún verður til að mynda með flatkökur, avókadó og egg til að gæða sér á á milli hringja. Bakgarðshlaupið hefst í Heiðmörk klukkan 9 í fyrramálið, í beinni útsendingu á Vísi, en keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring og þurfa að ljúka honum á innan við klukkutíma. Þeir fá svo hvíld þar til að klukkutíminn er liðinn og fara svo aftur af stað. Þannig er markmiðið að klára sem flesta hringi. Ásdís keppti fyrst í Heiðmörk árið 2020 og fór þá átta hringi, en í síðasta hlaupi fór hún heila fimmtán hringi og rauf 100 kílómetra múrinn. Fékk dýrmæta hjálp frá vinkonu sinni Hún var þó við það að gefast upp eftir ellefu hringi en Mari, vinkona hennar, kom til bjargar: „Þá nappar Mari mig og segir bara: „Þú ert að fara hundrað kílómetra! Þú ert með það markmið!“ Hún reif bara í mig og bókstaflega dróg mig næsta hring, og hraunaði yfir mig, á Mari-legan hátt. Fólk safnaðist á bakvið okkur því það þurftu bara allir að heyra þetta pepp,“ segir Ásdís sem náði að jafna sig og endaði á að fara yfir 100 kílómetra. En hvað með hlaupið í ár? Vinirnir þrýsta á enn meiri árangur „Þetta leggst alveg vel í mig. Ég er bara „average Joe“ hlaupari, miðaldra kona sem hefur gaman að hreyfa sig. En ég á vini sem eru framarlega í hlaupum á Íslandi. Ég næ að skokka með þeim. Þau eru með mjög mikið keppnisskap, og láta mig gera hluti,“ segir Ásdís létt og bætir við: „Það hentar mér mjög vel að fara hluti í ákveðnum skrefum. En svo byrjar bara: „Farðu hundrað“, og ég alveg: „Nei, ég er ekki að fara hundrað“. „Jú víst, farðu hundrað.“ Þá var ég neydd til að fara hundrað. Ég gerði það í fyrra og það var mjög erfitt,“ segir Ásdís og tekur fram að nú sé þrýstingur frá vinunum á að hún fari enn lengra. Líður ekki vel á meðan og ekki heldur eftir á „Það er ótrúlega mikið „kick“ að fara svona langt. Af hverju myndi maður gera þetta? Manni líður ekki vel á meðan þessu stendur, og manni líður ekki vel þegar þetta er búið, en það er eitthvað við þetta, að keyra sig lengra en maður getur. Mitt aðalvandamál er að ná að gera þetta á tíma, þegar komið er langt inn í hlaupið. Þegar maður er kominn 5, 6, 7 hringi, þá kemur svolítil bugun. Maður er „bara“ búinn með 5-7 hringi og það er einhvern veginn öll keppnin eftir, en það góða við þetta er að Mari finnst þetta líka erfitt þarna. Þú ert kominn með maraþonlengd og þetta er orðið lengra en löngu æfingarnar þínar. Þetta er erfitt fyrir alla, það er öllum illt, en þú þarft að halda áfram,“ segir Ásdís en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér að ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á morgun og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01